Allt bendir til þess að evrópsk hlutabréf muni falla í verði við opnun markaða og líklega mjög verulega þar sem aðildarlöndum Evrópusambandsins tókst ekki að ná samkomulagi um breytingar á stofnsáttmála þess sem táknar þá að evruríkin sjálf verða að ná slíku samkomulagi sín á milli og hugsanlega önnur ESB ríki sem fylgja þeim að málum. Þá náðist heldur ekki samkomulag um að stækka björgunarsjóðinn umtalsvert eins og menn höfðu bundið vonir við og heldur ekki samkomulag um að hann fengi bankaleyfi. Leiðtogarnir samþykktu að vísu strangari reglur um fjárlagahalla fyrir evruríkin en ólíklegt er talið að það nái að róa fjárfesta.

Dax-vísitalan féll um meira en 1% í fyrstu viðskiptum og FTSE í London um 0,6%.