Ársverðbólgan mældist 9,7% í síðastliðnum ágústmánuði. Verðbólgan samanstendur af útgjaldaliðum dæmigerðs heimilis. Þó eru neysluvenjur fólks mismunandi og því hefur verðbólgan mismunandi áhrif á fólk.

Nú er hægt að reikna sína eigin verðbólgu á tímabilinu janúar 2022 til ágúst 2022, en Eiríkur Ástþór Ragnarsson hagfræðingur, betur þekktur sem „Eiki“ eða „Eikonomics“, hefur útbúið skjal með slíkri reiknivél.

„Það sem þú þarft að gera er að setja inn þá upphæð sem þú eyddir í hverjum og einum af eftirfarandi flokkum á tímabilinu og skjalið skilar þér þinni eigin verðbólgu,“ segir á GRID síðu Eiríks.

Hér má nálgast reiknivélina hjá Eiríki.