*

mánudagur, 3. ágúst 2020
Innlent 18. nóvember 2019 18:02

Reiknar með betri afkomu en í fyrra

Svava Johansen, eigandi NTC, reiknar með að afkoma fyrirtækisins í ár verði betri en í fyrra. Þá tapaði félagið 26 milljónum.

Sveinn Ólafur Melsted
Svava Johansen, eigandi NTC.
Eyþór Árnason

Samkvæmt ársreikningi NTC fyrir árið 2018 nam tap félagsins 26 milljónum króna á síðasta ári. Þá velti félagið um 2,2 milljörðum króna. Svava Johansen, eigandi NTC, sem er í ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins, segir að afkoma ársins 2018 hafi verið vonbrigði, en hún reiknar með bættri afkomu á þessu ári.

„Við vorum heilt yfir ekki ánægð með síðasta ár. Veltan var fín og í takt við væntingar, en aftur á móti jókst kostnaðurinn mikið, þá sérstaklega launa- og leigukostnaður. Þessi hækkandi kostnaður át því í raun allan hagnað frá okkur. Við höfum lagt enn meira á okkur þetta árið til að reyna að halda kostnaðinum betur í skefjum og erum bjartsýn á að skila betri afkomu í ár. Við sættum okkur ekki við taprekstur. Við höfum í ár verið aðhaldssamari í öllum innkaupum. Við höfum einnig náð að auka framlegð með betri samningum og sjáum hærri sölutölur."

Nánar er rætt við Svövu í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér 

Stikkorð: NTC Svava Johansen