Hvað eyddi Fangelsismálastofnun ríkisins miklu í áfengi og tóbak á seinasta ári? Svarið er 2.092.492 krónur.

En hvað eyddi Barnaverndarstofa hárri fjárhæð í að kaupa salt sama ár? Stofnunin eyddi 1.118 krónum til saltkaupa.

Þetta er meðal upplýsinga sem hægt er að afla á nýjum vef Fjársýslu ríkisins, rikisreikningur.is . Vefurinn veitir mjög ítarlegar og sundurliðaðar upplýsingar um fjármál ríkisins og er liður í að opna bókhald hins opinbera, tíu ár aftur í tímann. Vefurinn var opnaður á sama tíma og ríkisreikningur fyrir árið 2013 var kynntur í húsakynnum Fjársýslu ríkisins í gær.

VB sjónvarp tók Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra tali, en hann vígði vefsíðuna á laðamannafundi í gær.