Reikningsskiladagur Félags löggiltra endurskoðenda var haldinn á dögunum og eins og vant er var vel mætt á fundinn, sem fór fram á Grand Hóteli.

Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni var Steinar S Kvifte, frá Ernst & Young í Noregi og yfirmaður þeirra í málum tengdum alþjóðlegum reikningsskilastöðlum á Norðurlöndum og prófessor við NHH. Hann fjallaði um þróun og framtíð IFRS reikningsskilastaðla í ljósi fjármálakreppu.

Auk hans voru innlendir fyrirlesarar með áhugaverð erindi m.a. um samruna stórra alþjóðlegra fyrirtækja og reynslu af skráningu í kauphöll.

Árni Claessen,  Anna Þóra Benediktsdóttir, Sigurhjörtur Sigfússon, Björg Sigurðardóttir, Ágústa Katrín Guðmundsdóttir,  Kristrún Helga Ingólfsdóttir, Anna Sif Jónsdóttir, Ingunn Hauksdóttir.
Árni Claessen, Anna Þóra Benediktsdóttir, Sigurhjörtur Sigfússon, Björg Sigurðardóttir, Ágústa Katrín Guðmundsdóttir, Kristrún Helga Ingólfsdóttir, Anna Sif Jónsdóttir, Ingunn Hauksdóttir.

Steinar S. Kviste – gestafyrirlesari
Steinar S. Kviste – gestafyrirlesari

Heimir Þorsteinsson í ræðustól, Hólmfríður Inga Eyþórsdóttir ráðstefnustjóri og Sigurður Páll Hauksson formaður FLE
Heimir Þorsteinsson í ræðustól, Hólmfríður Inga Eyþórsdóttir ráðstefnustjóri og Sigurður Páll Hauksson formaður FLE