Reiknistofa bankanna hf. hefur flutt höfuðstöðvar sínar að Höfðatorgi eftir að hafa verið í Seðlabankahúsinu við Kalkofnsveg í nær þrjátíu ár eða frá 1986.  Hluti af starfsemi RB hefur einnig verið til húsa í Hlíðarsmára 19 í Kópavogi eftir kaup RB á Teris á síðasta ári.  Með nýju höfuðstöðvunum er stærstur hluti fyrirtækisins kominn undir sama þak eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Félagið verður þó með nokkra starfsemi áfram að Kalkofnsvegi þar sem m.a. megin vélarsalur Reiknistofunnar verður áfram til húsa. Þessi flutningur er mikilvægt skref í framtíðarþróun fyrirtækisins en RB hefur farið í gegnum miklar breytingar á undanförnum misserum.  Í dag starfa um 180 manns hjá fyrirtækinu og munu um 170 þeirra flytja í nýjar höfuðstöðvar. Við þessi tímamót ætlar RB að færa Skýrslutæknifélaginu ýmsa sögufræga tæknimuni.

Friðrik Þór Snorrason forstjóri Reiknistofu bankanna
Friðrik Þór Snorrason forstjóri Reiknistofu bankanna
© None (None)