Svanborg Sigmarsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Umboðsmanni skuldara, segir undirbúning að reiknivél sem efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hafi fengið embættið til að búa til hafa hafist í vikunni. Hún segir að við útreikningana þurfi að taka tillit til margra breytinga á gengislánum í gegnum tíðina, s.s. skilmálabreytingum, vaxta- og hlutfallsgreiðslum og öðru í þeim dúr. Flestir lántakar hafi nýtt sér einhverjar af þeim leiðum sem þeim hafi staðið til boði og mjög fáir nýtt sér engar leiðir.

Svanborg reiknar með að vélin verði tilbúin á næstu vikum.