Íslandshótel undirbúa að reisa glæsihótel á Hnappavöllum sem liggja milli Jökulsárlóns og Skaftafells. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu . Framkvæmdir munu hefjast fyrir áramót og hljóðar kostnaðaráætlun hótelsins upp á 1,3 - 1,4 milljarða króna. Áætlað er að hótelið verði með 116 herbergjum.

Einnig er unnið að 91 herbergis Fosshótels við Mývatn. Áætlaður kostnaður við byggingu þess nemur 800 - 1.000 milljónum króna.

Davíð Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, sem eiga og reka Fosshótel, segir í samtali við Morgunblaðið að fyrirtækið hafi þá stefnu að fjölga hágæðahótelum úti á landi, þar sem skortur sé á slíkri gistingu.