Árið 2020 á hæsti turn veraldar, Tower of Dubai Creek Harbour, að vera fullkláraður. Sheikh Mohammed bin Rashid Al Maktoum, tók í gær fyrstu skóflustunguna.

Ekki er orðið klárt hversu hár turninn verður, en hann verður að minnsta kosti hærri en Burj Khalifa sem er 828 metra hár og þar með hæsti turn í heimi.

Kostnaður­inn við bygg­ingu turns­ins er sagður vera um 900 millj­ón­ir Bandaríkjadala. Arki­tekt­inn Santiago Calatrava Valls sér um hönn­un bygg­ing­ar­inn­ar sem verður með 360 gráðu út­sýni.

Áætlað er að skýja­kljúf­ur­inn verði klár fyr­ir vöru­sýn­ing­una sem hald­in verður i Dubai árið 2020, er haft eft­ir stjórn­ar­for­manni fyr­ir­tæk­is­ins Ema­ar-eigna sem reis­ir turn­inn.

Sumum þykja fréttirnar ógnvekjandi og vísi þar með í skýjakljúfravísitöluna, sem á það til að benda á bólumyndun á heimsmörkuðum.