*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 30. október 2014 08:30

Reisa íbúðahótel við Lindargötu

Félagið Welcome Apartments hyggst opna 22 hótelíbúðir í tveimur nýjum húsum á Lindargötu.

Ritstjórn
Welcome Apartments ætlar að reisa íbúðahótel við Lindargötu í Reykjavík.
Haraldur Guðjónsson

Félagið Welcome Apartments ætlar að opna 22 hótelíbúðir í tveimur nýjum húsum á Lindargötu 34 og 36 í Reykjavík. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

Aðalsteinn Gíslason, einn eigenda Welcome Apartments, segir að til standi að sameina lóðirnar tvær við Lindargötu 34 og 36 í eina lóð. Húsin verða samtengd og verða fjórar hæðir. Segir Aðalsteinn jafnframt að nýju hótelíbúðirnar verði að meðaltali um 25-30 fermetrar að stærð.

Samkvæmt áætlun munu framkvæmdir hefjast eftir áramót þegar öll tilskilin leyfi liggja fyrir. Kostnaður við framkvæmdirnar er á fjórða hundrað milljónir króna.