Stálendurvinnslufyrirtækið GMR Endurvinnslan vinnur nú að því að reisa stálendurvinnsluverksmiðju á Grundartanga. Arthúr Garðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri GMR, segir í samtali við Viðskiptablaði að stefnt sé að því gangsetja verksmiðjuna í byrjun árs 2013.

Hér er um að ræða endurvinnslu á málmi sem fellur til hjá álverum landsins. Málmurinn er bræddur og hreinsaður í ljósbogaofni og loks steyptur í sísteypivél. Í kjölfarið verður stærstu hluti málmsins seldur úr landi, þá helst til völsunarfyrirtækja sem nýta hann í byggingarstál.

Framleiðslugeta verksmiðjunnar verður um 30 þúsund tonn á ári til að byrja með og verður hún starfrækt í um 4 þús.m2 húsnæði. Að sögn Arthúrs Garðars munu um 20 manns starfa í verksmiðjunni til að byrja með.