Ekki er búið að ganga frá kaupum Þingvangs, félags Pálmars Harðarsonar, á þremur reitum í Reykjavík af Landsbankanum, heldur er Pálmar að vinna í fjármögnun kaupanna. Pálmar segir í samtali við Viðskiptablaðið að hann hafi verið með hæsta tilboð í eignirnar, en enn eigi eftir að ganga endanlega frá kaupunum. Er vonast til að það muni gerast öðru hvoru megin við næstu mánaðamót.

Þar til það hefur verið gert segir Pálmar ekki tímabært að ræða áform hans varðandi reitina þrjá, Hljómalindarreit, Brynjureit og Vatnsstígsreit.

Morgunblaðið greindi frá málinu í dag. Félag Harðar, sem heitir Þingvangur, hefur víða komið við. „Við erum að byggja stálbræðslu á Grundartanga og þá erum við með verkefni á Akureyri og víðar,“ segir Pálmar. Vísar hann þar til hótelbyggingar við Þingvallastræti á Akureyri, sem Þingvangur á.