*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 31. ágúst 2018 16:48

Reitir ganga frá kaupum á Vínlandsleið

Reitir eiga þar með flest húsin við götuna Vínlandsleið í Grafarholti, það er númer 2-4, 6-8, 12-14 og númer 16, auk Norðlingabrautar 14.

Ritstjórn
Fjölmargar stofnanir eru til húsa við Vínlandsleið í Grafarholti.
Aðsend mynd

Reitir hafa fest kaup á fasteignafélaginu Vínlandsleið ehf. Öllum fyrirvörum vegna kaupanna hefur verið aflétt og var kaupsamningur undirritaður í dag. Yfirtaka félagsins mun fara fram 1. september 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu Reita til Kauphallarinnar.

Reitir eiga þar með flest húsin við götuna Vínlandsleið í Grafarholti, það er númer 2-4, 6-8, 12-14 og númer 16, auk Norðlingabrautar 14.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá fyrr á þessu ári, höfðu samningar um kaupin náðst milli Reita og Vínlandsleiðar. Nú hafa kaupin því endanlega gengið í gegn. 

Heildarvirði kaupanna er samtals 5.900 m.kr. Eignirnar eru í útleigu til 12 aðila með 100% útleiguhlutfall. 82% leigutekna eru við fimm opinbera aðila eða aðila sem eru á fjárlögum ríkisins en þeir eru: Sjúkratryggingar Íslands, Matís ohf., Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Lyfjastofnun og Fjölmennt.

Um er að ræða rúmlega 18.000 leigufermetra af vönduðu húsnæði og er útleiguhlutfall 100%. Þessar fasteignir eru Vínlandsleið 2-4, 6-8, 12-14 og 16 auk Norðlingabrautar 14. Leigutekjur á ársgrunni nema um 440 m.kr. og er meðaltími leigusamninga um 13,5 ár. Leiða kaupin til þess að áætlaður rekstrarhagnaður (NOI) Reita hækkar um 350 m.kr. á ársgrundvelli.

Stikkorð: Reitir Vínlandsleið
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is