Fast­eigna­fé­lagið Reit­ir hef­ur gengið end­an­lega frá sátt við Seðlabanka Íslands vegna meintra brota fé­lags­ins á lög­um um gjald­eyr­is­mál. Þessu greinir mbl.is frá.

Guðjón Auðuns­son, for­stjóri Reita, seg­ist hafa skrifað und­ir nýja viðauka við er­lenda lána­samn­inga fé­lags­ins um miðjan júní­mánuð og nú sé loks mögu­legt að skrá fé­lagið á hluta­bréfa­markað og auka hluta­fé þess.

Í samtali við mbl.is segir Guðjón að félagið hafi áður samþykkt sáttina fyrir sitt leyti. Hins vegar gátu þeir ekki fullnustað hana nema með erlendum lánveitanda og það var þrautin þyngri. Nú séu þeir komnir með heim­ild Seðlabank­ans til að kaupa evr­ur til þess að greipa upp þessi tvö stóru lán í lok októ­ber næst­kom­andi sem eru samtals að andvirði um 85 milljónir evra.

Meint brot fé­lags­ins á lög­um um gjald­eyr­is­mál tengj­ast lána­samn­ing­um við þýska bank­ann Hyput­heken­bank Frankfurt AG. Reit­ir samþykktu síðasta sum­ar sátta­til­lögu Seðlabank­ans vegna meintra gjald­eyr­is­brota fé­lags­ins árið 2009 þegar gerðir voru viðauk­ar við níu­tíu millj­óna evra lána­samn­ing við þýska bank­ann. Þá var ekki óskað eftir undanþágu sem er nauðsynlegt samkvæmt lögum um gjaldeyrismal og voru viðaukarnir því ekki gildir að mati Seðlabankans.

Ekki var óskað eft­ir und­anþágu, líkt og nauðsyn­legt  er sam­kvæmt lög­um um gjald­eyr­is­mál, og var það því mat Seðlabank­ans að viðauk­arn­ir væru ekki gild­ir.

Eignasafn félagsins samanstendur af um 130 fasteignum sem nema 410 þúsund fermetrum að stærð og er því félagið eitt af stærstu fast­eigna­fé­lögum lands­ins. Meðal eigna félagsins eru Kringlan, Hótel Hilton, Holtagarðar og Kauphallarhúsið og nam hagnaður félagsins tæpum 7,7 millj­örðum króna í fyrra. Flestar eignir félagsins voru áður í eigu Landic Property en nú eru stærstu hluthafar þess Arion Banki, Landsbankinn og Íslandsbanki.