Bréf Reita hækkuðu mest allra skráðra félaga í kauphöllinni eða um 2,34% í rúmlega hálfs milljarðs króna veltu. Frá því í júní í fyrra hafa hlutabréf Reita hækkað um tæpan þriðjung. Kvika hækkaði næst mest í dag eða um 1,6% í 809 milljóna króna veltu.

Mesta veltan var með bréf Símans í dag, um 1,18 milljarðar króna, en félagið hækkaði um 0,39% í dag. Vinsælasta félagið í kauphöllinni undanfarna daga. Arion banki var þó ekki langt undan en velta með bréf bankans nam um 1,16 milljörðum króna en félagið lækkaði um 0,35% í kauphöllinni í dag. Bréf Arion banka hafa verið á mikilli siglingu undanfarna daga og hækkuðu til að mynda mest allra félaga bæði í gær og í fyrradag.

Brim lækkar mest í dag eða 1,23% í 29 milljón króna veltu og Síldarvinnslan næst mest eða um 0,63% í 693 milljóna króna veltu. Fyrr í dag greindi Viðskiptablaðið frá því að næst stærsti hluthafi Síldarvinnslunnar, Kjálkanes, hafði selt fyrir tæpan hálfan milljarð í félaginu í dag.