Reitir högnuðust um 7,3 milljarða króna á árinu 2015. Hagnaður félagsins jókst þá um nánast 5 milljarða milli ára, en árið 2014 nam hann 2,4 milljörðum króna.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 12,8 milljörðum króna. Leigutekjur félagsins jukust um 400 milljónir milli ára en stærsti liðurinn í þessari aukningu rekstrarhagnaðar milli ára er matsbreyting á fjárfestingareignum.

Eignir félagsins námu þá 112 milljörðum í lok árs 2015. Af þessum eignum voru 46,7 milljarðar eigið fé, meðan skuldir námu 66 milljörðum króna. Það gefur eiginfjárhlutfall upp á 41,4%.

Gert er ráð fyrir í afkomutilkynningu Reita að afkomuhorfur árið 2016 muni hljóða upp á tekjur á bilinu 9,2-9,3 milljörðum króna, meðan nettó rekstrarhagnaður mun nema í kringum 6,4 milljörðum króna.