Hagnaður fasteignafélagsins Reita eftir skatta 2,2 milljarðar króna á fyrri hluta árs. Tekjur félagsins námu 4 milljörðum króna og rekstrarhagnaðurinn var 2,95 milljarðar. Eigið fé 15,2 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall  var 16,1%.

Reitir eru að stærstum hluta, eða 43%, eigu Eignarbjargs, dótturfélags Arion banka. Landsbankinn á 29,6% og þrotabú Landic Property á 15,9%.

Í ársreikningnum kemur fram að í júní var undirrituð viljayfirlýsing við hóp fjárfesta um kaup þeirra á nýju hlutafélagi að fjárhæð 12 milljarðar króna og skuldabréf að fjárhæð 25 milljarðar. Kaupin eru háð því skilyrði að félagið nái viðunandi samningum við erlendan lánveitana sinn. Reitur hafa samþykkt sáttartilboð Seðlabanka Íslands vegna fjármögnunar félagsins.