Hagnaður Reita II nam 63 milljónum króna á fyrri árshelmingi 2014 samanborið við 100 milljónar króna hagnað á sama tímabili á síðasta ári. Rekstrarhagnaður félagsins nam 598 milljónum króna, en var 574 milljónir í fyrra.

Eigið fé félagsins var 1.235 í lok júnímánaðar 2014 en það var 72 milljónir króna á sama tíma á síðasta ári. Stjórnendur félagsins vænta þess að eigið fé félagsins verið aukið umtalsvert samhliða endurfjármögnun og sölu á nýju hlutafé í móðurfélagi þess, Reitum fasteignafélagi.

Heildareignir Reita II námu 22.417 milljónum króna þann 30. júní sl. Rekstrartekjur fyrri árshelmings námu 867 milljónum króna, en svo 832 milljónir króna á sama tímabili í fyrra.

Reitir II á og tekur 18 fasteignir á Íslandi og er eitt af átta dótturfélögum í eigu Reita fasteignafélags.