Samþykkt hefur verið tilboð Reita um kaup á öllum hlutum í Fasteignafélaginu Álftamýri ehf. sem á fasteignina að Álftamýri 1-5 í Reykjavík. Kaupverð miðast við að virði fasteignarinnar sé 680 milljónir króna. Kaupin eru fjármögnuð úr sjóði og fela einnig í sér yfirtöku áhvílandi lána.

Um er að ræða 2.243 fm. fasteign sem er nær öll í langtímaútleigu til aðila í heilsutengdri starfsemi, en helstu leigutakar í Álftamýri 1-5 eru Lyfjaval ehf., GÁB ehf., Spangir ehf. og Sterling ehf. Leigutakarnir eru jafnframt seljendur Fasteignafélagsins Álftamýri ehf.

Leigutekjur af eigninni nema um 57 milljónum króna á ársgrundvelli. Leiða kaupin til þess að áætlaður rekstrarhagnaður Reita hækkar um rúmlega 44 milljónir kr. á ársgrundvelli.

Í tilkynningu er þó gerður fyrirfari um samþykki samkeppnisyfirvalda, stjórnar Reita og niðurstöður áreiðanleikakönnunar sem gerð var á félaginu.