*

laugardagur, 29. febrúar 2020
Innlent 7. október 2019 18:02

Reitir leiða hækkanir

Gengi bréfa Reita hækkaði mest í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni eða um 1,4% í 76 milljóna króna viðskiptum.

Ritstjórn
Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita.
Haraldur Guðjónsson

Gengi úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands OMXI10 hækkaði um 0,86% í viðskiptum dagsins í kauphöllinni og stóð gengið í 1910,99 stigum við lokun markaða. Heildarvelta viðskipta dagsins nam 1,5 milljörðum króna.

Gengi bréfa Reita hækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 1,4% í 76 milljóna króna viðskiptum. Fast á hæla Reita fylgdi Síminn með 1,26% hækkun úi 102 milljóna króna viðskiptum.

Gengi bréfa Icelandair lækkaði mest í viðskiptum dagsins, þó aðeins um 0,63% í 99 milljóna króna veltu. Þá lækkaði gengi bréfa Kviku banka um 0,42% í 16 milljóna króna veltu.   

Stikkorð: Kauphöll Nasdaq Reitir