*

fimmtudagur, 6. maí 2021
Innlent 14. júní 2019 16:09

Reitir selja Skútuvog 8

Reitir hafa undirritað kaupsamning um sölu á eigninni Skútuvogur 8 í Reykjavík, samtals 2011,9 fm., til Höldurs ehf.

Ritstjórn
Gujón Auðusson, forstjóri Reita.
Haraldur Guðjónsson

Reitir hafa undirritað kaupsamning um sölu á eigninni Skútuvogur 8 í Reykjavík, samtals 2011,9 fm., til Höldurs ehf. Frá þessu er greint í tilkynningu. Söluverð fasteignarinnar er 620 milljónir kr. og greiðist með reiðufé. Salan mun ekki hafa áhrif á áætlaðan rekstrarhagnað

Reita á árinu 2019 þar sem eignin verður afhent í lok ársins. Síðustu ár hefur rekstrarhagnaður eignarinnar á ársgrundvelli verið um 20 milljónir kr. en áætlanir gerðu ráð fyrir þróun og uppbyggingu á lóðinni. Fyrirvari er gerður af hálfu kaupanda um fjármögnun kaupanna.