Lánveitendur Reita II, dótturfélags Reita, hafa veitt félaginu tímabundna undanþágu frá ákvæðum í lánasamningum. Þeir munu hvorki krefjast gjaldfellingar né annarra vanefndarúrræða vegna brota á þeim ákvæðum.

Reitir tilkynna um tímabundnu undanþáguna í tilkynningu til Kauphallar í dag. Fram kemur að félagið hafi að undanförnu unnið að endurfjármögnun á stærstum hluta skulda félagsins í tengslum við fyrirhugaða skráningu samstæðunnar í kauphöll. Brot á ákvæðum lánasamnina hafa ekki áhrif á þær viðræður.

Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri Reita, segir í samtali við Viðskiptablaðið að um sé að ræða ákvæði um eiginfjárkvöð félagsis. Lánveitandiendur eru innlendir bankar sem einnig eru í eigendahópi. Undanþágan gildir til næstu áramóta og segir Einar að samkvæmt áætlunum verði endurfjármögnun lokið fyrir þann tíma. Hann kveðst bjartsýnn á að svo verði. Lánið sem um ræður er bróðurpartur langtímafjármögnunar félagsins.