Svínaræktarfélag Íslands segir í tilkynningu til fjölmiðla að nýgerðir tollasamningar sem landbúnaðarráðherra gerði nýlega við Evrópusambandið séu stóráfall fyrir íslenska svínabændur og setja rekstarumhverfi svínaræktar á Íslandi í uppnám.

Tilkynningin tekur einnig fram að á Íslandi séu gerðar ríkar kröfur af hálfu ríkisins varðandi velferð og aðbúnað dýra auk þess sem takmarkanir á lyfjanotkun séu meiri en í þeim löndum sem flytja svínakjöt til Íslands. Þessar kröfur leiða til aukins kostnaðar sem veikir samkeppnisstöðu íslenskra svínabænda þeirra gagnvart erlendum.  Svínaræktunarfélagið segir að innflutningstollar hafi rétt af samkeppnisstöðu svínabónda en þeir njóti nær engra beinna styrkja frá hinu opinbera eins og til dæmis sauðfjárrækt og kúabúskapur.

Svínaræktarfélagið segist þegar hafa gert ráðherra grein fyrir alvarlegri stöðu svínaræktar á Íslandi í kjölfar kjaradeilu og langvinns verkfalls dýralækna, en tjónið hlaupi á hundruðum milljóna. Stjórnvöld hafa einnig sett fram auknar kröfur um aðbúnað á svínabúum sem kallar á frekari kostnaði í greininni.

Svínaræktunarfélagið segir að lokum að nýgerðir tollasamningar komi á versta tíma fyrir greinina og þeir krefjast þess að stjórnvöld útskýri hvernig þau ætli að koma til móts við svínabændur til að jafna samkeppnisaðstöðu svínabænda og tryggja rekstrarforsendur til framtíðar.