Frjáls fjölmiðlun ehf. sem meðal annars rekur DV auk fleiri fjölmiðla tapaði um 43,6 milljónum króna á þeim fjórum mánuðum sem það starfaði. Þetta kemur fram á vef Kjarnans . Tekjur félagsins voru um 81,4 milljónir króna en félagið starfaði frá september til áramóta.

Eignir frjálsrar fjölmiðlunar eru metnar á 529 milljónir króna og skuldir félagsins voru 542 milljónir króna um síðaustu áramót.

Frjáls fjöl­miðlun keypti í fyrra­ fjöl­mið­l­anna DV, DV.is, Eyj­una, Press­una, Bleikt, Birtu, Dokt­or.is, 433.is og sjón­­­varps­­­stöð­ina ÍNN.  Hluti skulda Pressunnar voru skildir eftir í henni og félagið svo sett í þrot. Alls var kröfum upp á 315 millj­­ónir króna lýst í þrotabú Press­unn­­ar en skipta­­stjóri bús­ins við­­ur­­kenndi kröfur upp á 110 millj­­ónir króna en hafn­aði öðr­­um.

Eig­andi Frjálsrar fjöl­miðl­unar er félagið Dals­dalur ehf. Eini skráði eig­andi þess er Sig­urður G. Guð­jóns­son lög­maður.