Hagnaður Rekstrarfélags Kaupþings banka hf. eftir skatta á fyrri hluta ársins nam 1.157 milljónum króna. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 524 milljónum og er því um 120% aukningu að ræða.

Rekstrarfélagið er dótturfélag Kaupþings banka hf. og hluti af samstæðureikningi bankans og annarra dótturfélaga hans.

Félagið sér meðal annars um eignastýringu og rekstur verðbréfasjóða, fjárfestingasjóða og fagfjárfestasjóða.

Hreinar rekstrartekjur námu 2,2 milljörðum á tímabilinu samanborið við 1,4 milljarð á sama tímabili í fyrra.

Rekstrargjöld námu 805 milljónum samanborið við 765 milljónir í fyrra.

Þá nam eigið fé 3,5 milljarði í lok júní mánaðar og eiginfjárhlutfallið stóð þá í 59,7%.