Hagnaður varð á rekstri Rekstrarfélags Íslenskra verðbréfa á árinu 2014 að fjárhæð 11 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi samanborið við eina milljón króna árið 2013. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Hreinar rekstrartekjur ársins námu 160 millj. kr. samanborið við 130 millj. kr. árið áður. Eigið fé félagsins í árslok 2014 nam 44 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi.

Í árslok 2014 annaðist félagið rekstur 16 sjóða. Á árinu hófu tveir nýir sjóðir starfsemi. Heildareignir í stýringu hjá félaginu námu í árslok 28 milljörðum króna en þann 31. desember 2013 námu þær rúmum 27 milljörðum króna.