Rekstrarniðurstaða Origo hf. á fjórða ársfjórðungi 2018 var töluvert betri en á sama fjórðungi árið á undan. Áætlaðar tekjur voru um 4,5 milljarðar króna miðað við 3,9 milljarða króna árið 2017 að því er fram kemur í jákvæðri afkomuviðvörun félagsins.

Áætlaður rekstrarhagnaður félagsins (EBITDA) er 420 milljónir króna samanborið við 246 milljónir á sama tíma í fyrra.

Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsgjöld og skatta á fjórðunginum er áætlaður 290 milljónir króna miðað við 79 milljónir árið 2017.