Rekstrarhagnaður Samsung á öðrum ársfjórðungi er metinn á 5,2 milljarða dala, andvirði um 630 milljarða króna, að því er BBC hefur eftir greiningarfyrirtækinu Strategy Analytics. Til samanburðar var rekstrarhagnaður helsta keppinautarins, Apple, metinn á 4,6 milljarða dala á sama tímabili.

Alls seldi Samsung 107 milljón farsíma á tímabilin apríl til og með júní, en Nokia seldi á sama tíma 61,1 milljón síma og Apple 31,2 milljónir. Samsung er því með 27,7% markaðshlutdeild á heimsmarkaði með farsíma, Nokia er með 15,8% og Apple með 8,1% markaðshlutdeild.