*

miðvikudagur, 3. júní 2020
Innlent 24. ágúst 2018 11:11

Rekstrarhagnaður HS Veitna jókst um 25%

EBITDA HS Veitna á fyrri hluta ársins var 1,2 milljarðar og hækkaði um fjórðung milli ára. Hagnaður var 380 milljónir og jókst um 10%.

Ritstjórn
Júlíus Jónsson, forstjóri HS Veitna.
Haraldur Guðjónsson

Hagnaður HS Veitna á fyrri hluta ársins var 380 milljónir króna, 10% hærri en á fyrra ári. EBITDA var rúmir 1,2 milljarðar, samanborið við tæpan milljarð á fyrra ári, og hækkaði um fjórðung.

Í tilkynningu Veitna til kauphallarinnar er fjárhagsstaða félagsins sögð sterk, og horfur góðar. Eiginfjárhlutfall í lok júní var 41,4%, nær óbreytt frá fyrra ári, og veltufjárhlutfall 2,27, en það er ansi mikil hækkun frá ársbyrjun, þegar það var 0,68.

Tekjur hækka um 13,5% á milli ára, en rekstrartekjur á fyrri hluta þessa árs námu tæpum 3 og hálfum milljarði, þar af rúmum 1,8 milljörðum vegna raforkudreifingar og flutnings, og 1,1 milljarði vegna sölu og dreifingar á heitu vatni. Kostnaðarverð sölu hækkaði um rúm 10% milli ára og nam rúmum 2,3 milljörðum.

Stikkorð: HS Veitur