Sala Marels á fyrsta ársfjórðungs 2005 nam 29,9 milljónum evra (ISK 2,4 milljarðar) samanborið við 25,1 milljón (ISK 2,2 milljarðar) á sama tíma árið áður. Salan jókst því um 19%. Rekstrarhagnaður EBIT var 3,1 milljón (246 milljónir) samanborið við 2,3 milljónir (ISK 201 milljón) í fyrra og jókst um 35% frá fyrra ári.

Hagnaður tímabilsins nam 1,8 milljónum evra (ISK 145 milljónir) og jókst um 19% á milli ára.

Hagnaður á hlut var 0,77 evru cent samanborið við 0,65 evru cent á fyrra ári.

Verkefnastaða í lok mars 2005 var um 18,5 milljónir evra samanborið við 19,0 milljónir evra á árslok 2004.

Reikningsskilaaðferðum hefur nú verið breytt endanlega til samræmis við alþjóðlega reikningsskilastaðla (e. IFRS, International Financial Reporting Standards). Samanburðartölum frá fyrra ári hefur verið breytt til samræmis.