Viðskiptaráð lýsir í umsögn sinni um forsendur frumvarps til fjárlaga yfir furðu að ekki sé gert ráð fyrir lækkun tryggingagjalds í frumvarpinu. Hvetur ráðið til þess að því verði breytt, líkt og stjórnvöld og SA hafa gert samkomulag um við gerð kjarasamninga.

Leggst ráðið jafnframt gegn hækkun ýmissa krónutöluskatta umfram almennar verðlagsbreytingar, en að mati ráðsins mun sú hækkun leiða til verðlagshækkana sem leiðir af sér aukinni verðbólgu sem grafi undan efnahagslegum stöðugleika.

Rekstrarkostnaður FME hækkað undanfarin ár

Jafnframt hvetur ráðið til þess að horfið verði frá skörpum hækkunum á eftirlitsgjaldi til fjármögnunar reksturs Fjármálaeftirlitsins. Benda þeir á að rekstrarkostnaður eftirlitsins hafi undanfarin ár farið hækkandi á meðan bankakerfið hér á landi fór minnkandi.

Loks hvetur ráðið til þess að kerfi barna- og vaxtabóta verði tekið til gagngerrar endurskoðunar á sama tíma og þeir vilja að mörk þeirra haldist óbreytt frá fyrra ári.

Vilja þeir það í stað þess að barnabætur séu hækkaðar samhliða 12,5% hækkunar á tekjuviðmiðunarmörkum barnabóta sem og hækkunar eignamarka vaxtabóta um sama hlutfall.