Rekstrarkostnaður FL Group vegna fjárfestingastarfsemi hefur lækkað um 33,5% milli ára, segir í uppgjörsgögnum fyrir fyrsta ársfjórðung.

Rekstrarkostnaður vegna fjárfestingastarfsemi á fyrsta ársfjórðungi nam 588 milljónum króna samanborið við 884 milljónir króna á sama tímabili í fyrra, en innifalið í því eru 198 milljón króna gjaldfærslur vegna kaupréttarsamninga og afskrifta.

Markmið sem sett voru í fyrra um að lækka rekstrarkostnað ársins 2008 um helming eru vel á veg komin, segir í uppgjörsgögnum.

Rekstrarkostnaður vegna TM á fyrsta ársfjórðungi nam 873 milljónum króna samanborið við 841 milljón krónur á fjórða ársfjórðungi 2007. Rekstrarkostnaður samstæðunnar á fyrsta ársfjórðungi nam því 1.461 milljónum króna.