*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 1. desember 2004 09:13

Rekstrarlegir hryðjuverkamenn!

Ritstjórn

Í skýrslu Vinnumálstofnunar um Ábyrgðarsjóð launa kemur fram að sumir einstaklingar ættu líklega ekki að koma að rekstri. Þar kemur fram að tveir skráðir einstaklingar í rekstrarsöguskrá Lánstrausts voru stjórnarmenn í 9 félögum (skráðum í Hlutafélagaskrá), eða fleirum, sem úrskurðuð hafa verið gjaldþrota á síðastliðnum fjórum árum. En kóngurinn er auðvitað sá ónefndi einstaklingur sem náði að vera stjórnarmaður í 10 félögum (skráðum í Hlutafélagaskrá), eða fleirum, sem úrskurðuð hafa verið
gjaldþrota á sl. 4 árum. Með öðrum orðum, félag á hans vegum hefur orðið gjaldþrota á fimm mánaða fresti sl. fjögur ár.

Spurning hvort þetta verði ekki að kallast rekstrarlegir hryðjuverkamenn og einkennilegt að opinberir ábyrgðarsjóðir verði að borga skuldir þeirra.