Rekstrartap fjölmiðlahluta 365 hf. (áður Dagsbrúnar) á fyrstu níu mánuðum ársins nam alls 463 milljónum króna. Framlegð fyrir afskriftir var hins vegar jákvæð um 558 milljónir króna. Í heild tapaði fjölmiðlahlutinn 1.963 milljónum eftir gjaldfærslu vegna Wyndeham-prentsmiðjunnar.

Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri 365 sem gert var opinbert í gær. Fjármagnskostnaður er ekki sundurgreindur á starfsþætti fyrirtækisins. Rekstrarhagnaður fjarskiptahlutans nam hins vegar 1.242 milljónum króna.

Í heild námu tekjur fjölmiðlahlutans 15.290 milljónum á fyrstu níu mánuðum ársins. Gjaldfærður var kostnaður vegna endurskipulagningar upp á 262 milljónir króna. Afskriftir námu alls 1.021 milljón og gjaldfærsla vegna bresku prensmiðjunnar nam 1.500 milljónum króna. Í heild var í rekstrartapið 1.963 milljónir króna, eins og áður segir.