Hagnaður Glitnis sjóða hf. eftir skatta fyrstu sex mánuðina 2007 nam 6,1 milljón króna, samanborið við 16,1 milljón króna fyrstu sex mánuðina 2006.

Glitnir sjóðir hf. sér um stýringu og rekstur á sex sjóðsdeildum í Verðbréfasjóðum Glitnis, tveimur deildum í Fjárfestingarsjóðum Glitnis og einni deild í Fagfjárfestasjóði Glitnis. Einnig sér félagið um stýringu á tveimur deildum verðbréfasjóða fyrir Glitnir Asset Management S.A. í Lúxemborg og einum vogunarsjóði. Hrein eign í stýringu Glitnis sjóða hf. í Lúxemborg eru 9.225 milljónir króna í lok júní 2007.

Hreinar rekstrartekjur námu 716 milljónum króna samanborið við 555 milljónir króna árið áður eð aukning um 28,9%.

Rekstrargjöld námu 708 milljónir króna samanborið við 535 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins 2006.

Heildareignir félagsins námu 264 milljónum króna en voru 215 milljónir í ársbyrjun.

Eigið fé í lok júní nam 88,9 milljónum króna en var 82,8 milljónir króna í ársbyrjun.

Eiginfjárhlutfall félagsins, sem er reiknað samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, var 43,8% í lok júní en þetta hlutfall má ekki vera lægra en 8,0%.

Fjármunir sjóða í stýringu Glitnis sjóða hf. námu 183.558 milljónum króna í lok júní 2007 samanborið við 145.765 milljónir króna í árslok 2006 eða aukning um 26%.