Hagnaður Hampiðjunnar á síðasta ári nam um 882 milljónum íslenskra króna, samanborið við 7,3 milljóna evra hagnað á árinu 2011. Félagið birti ársreikning á föstudag í síðustu viku. Rekstrartekjur voru 45,2 milljónir evra og jukust um 6% frá árinu áður. Rekstrarhagnaður af reglulegri starfsemi var 6,1 milljón eða 13,5% af rekstrartekjum ársins. Heildareignir voru 81,6 milljónir og nam eigið fé 48,7 milljónum evra um áramót.

Eiginfjárhlutfall félagsins er 60%. Afkoma móðurfélagsins, að meðtöldu dótturfélagi í Litháen, var betri en árið áður en afkoma annarra dótturfélaga var svipuð milli ára.