Hagnaður Kaupþings banka eftir skatta nam 20,3 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi. Hagnaður hluthafa eftir skatta jókst um 7,9% miðað við sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár á fyrsta ársfjórðungi var 27,6% á ársgrundvelli. Hagnaður á hlut var 27,4 krónur ? samanborið við 28,3 krónur á sama tímabili í fyrra.

Rekstrartekjur námu 44,1 milljörðum króna ? jukust um 24,3% miðað við sama tímabil í fyrra. Hreinar vaxtatekjur jukust um 55,1% miðað við sama tímabil í fyrra. Hreinar þóknanatekjur jukust um 43,4% miðað við sama tímabil í fyrra. Rekstrarkostnaður nam 17,7 milljörðum króna ? jókst um 41,1% miðað við fyrsta ársfjórðung 2006. Heildareignir námu 4.198 milljörðum króna í lok mars ? jukust um 10,1% á föstu gengi frá áramótum, en um 3,5% í íslenskum krónum.


?Árið fer vel af stað hjá okkur og allar stærstu starfstöðvar bankans skila góðri afkomu. Vaxta og þóknanatekjur aukast mikið og er það árangur af miklu samræmingarstarfi sem unnið var innan bankans í fyrra. Einkar ánægjulegt er að sjá góðan gang í rekstri bankans í Bretlandi. Þar hefur hagnaður aukist og tekjugrunnurinn breikkað. Bankinn hefur aldrei áður verið jafn vel í stakk búinn til áframhaldandi vaxtar og horfur á helstu mörkuðum hans eru góðar," segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans í tilkynningu.