Landsnet hefur birt ársreikning sinn fyrir árið 2015. Rekstrartekjur félagsins jukust um 12,8% og voru 16.183 milljónir króna á árinu. Í ársreikningi er tekið fram að hækkun rekstrartekna skýrist af hagstæðri gengisþróun.

EBITDA félagsins var 10,4 milljarðar, en var 9,1 milljarður árið áður. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði, EBIT, nam 7.491 mkr. samanborið 6.174 mkr. árið áður og hækkunin skýrist einnig af hagstæðri gengisþróun. Hagnaður félagins samkvæmt rekstrarreikningi nemur ríflega 4 milljörðum, samanborið við 3,75 milljarða árið áður. Greiddar langtímaskuldir umfram afborganir námu um 6,9 milljörðum króna.

Rekstrargjöld hækka um 515 mkr. á milli ára en þar af er hækkun á innkaupum á kerfisþjónustu og vegna orkutapa sem nemur 404 mkr. sem skýrir hækkunina að miklu leyti.