Rekstur Burger King gekk betur en áætlanir gerðu ráð fyrir á þriðja fjórðungi ársins. Ársfjórðungsuppgjör leiddi til þess að hlutabréf hækkuðu um 4,3% í viðskiptum fyrir opnun markaða í dag.

Burger King er þriðja stærsta hamborgarakeðjan í Bandaríkjunum í dag, en er starfrækt víða um heim. Sala jókst um 2,4% í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku. Um 3,7% í Kyrrahafslöndunum og um 2,1% í Rómönsku-Ameríku og í ríkjum Karabíska hafsins.

Aftur á móti dróst sala í Bandaríkjunum og Kanada örlítið saman.

Nánar má lesa um uppgjör Burger King í The Street.