Hagnaður Eimskips fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBITDA) nam 16 milljónum evra, andvirði 2,6 milljarða króna, samanborið við 15,8 milljónir evra á sama ársfjórðungi síðasta árs. Þetta er meðal þess sem kemur fram í drögum að árshlutauppgjöri félagsins.

Að teknu tilliti til gjaldfærðs uppsagnarkostnaðar á fjórðungnum væri afkoman um 17 milljónir evra, um 8% hærri en á öðrum ársfjórðungi síðasta árs. Enn fremur kemur fram í tilkynningunni að hagræðingaraðgerðir félagsins séu að bera árangur, sem eru meðal annars fækkun stöðugilda og breytingar á siglingakerfi.

Tekið er fram að áhrif kórónufaraldursins á alþjóðahagkerfið séu óljós en félagið mun birta uppgjör annars ársfjórðungs eftir lokun markaða á fimmtudag 27. ágúst.