Stjórnendur flugvallarins í Árósum í Danmörku leita sífellt nýrra leiða til þess að létta reksturinn. Nú eru þeir með áform um að byrja að rækta korn á stóru landsvæði sem umlykur flugvöllinn í 35 kílómetra fjarlægð frá Árósum. Þessi plön voru fyrst rædd eftir að ljóst varð að niðurgreiða þyrfti rekstur flugvallanna í Árósum og Karup.

Peter J. Høgsberg, forstjóri flugvallarins í Árósum, segir að hann hafi margvíslegar fleiri áætlanir um að rétta af reksturinn. „Það sem liggur beinast við er að byrja að rækta korn á landinu okkar. Allir flugvellir eiga stórt flæmi, sem er algjörlega ónýtt. Ég þénaði vel á þessu í Óðinsvéum,“ segir Høgsberg í samtali við Berlingke.