,,Rekstur ÍNN er í mjög fínum gír og við berum okkur vel,“ segir Ingvi Hrafn sem er ánægður með rekstrarniðurstöðu síðasta árs. Sjónvarpsstöðin ÍNN skilaði 4,9 milljóna króna hagnaði á árinu 2011 samkvæmt ársreikningi félagsins ÍNN — Íslands nýjasta nýtt ehf. sem heldur utan um rekstur stöðvarinnar.

Afkoman er nokkuð betri en fyrir árið 2010 þegar félagið skilaði 716 þúsund króna hagnaði. Þrátt fyrir hagnaðinn á síðasta ári er eigið fé félagsins neikvætt um 10,2 milljónir króna. Þeir feðgar Ingvi Hrafn Jónsson og Ingvi Örn Ingvason eiga báðir helmingshlut í félaginu.

Hér má sjá Ingva Hrafn Jónsson á góðri stundu í þættinum sínum ,,Hrafnaþing":