Rekstur Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) er í járnum frá ári til árs og minnkandi fjárframlög koma niður á getu þess til að styðja við íþróttahreyfinguna í landinu.

Þetta segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ. Heildarrekstrartekjur ÍSÍ á árinu 2008 voru 147 milljónir króna. Gjöldin voru hins vegar 149 milljónir. Niðurstaðan fyrir það ár var því neikvæð um tvær milljónir, nettó.

ÍSÍ hefur á sinni könnu nokkra sjóði sem ætlað er að styðja við íþróttafólk. Það eru ferðasjóður íþróttafélaga, verkefnasjóður ÍSÍ, Íþróttaslysasjóður, Afrekssjóður ÍSÍ, Styrktarsjóður ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna og síðan Afrekskvennasjóður ÍSÍ og Íslandsbanka. Sjóðirnir standa misvel að sögn Líneyjar Rutar.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .