Rekstur Kaupþings stefnir í rétta átt, segir greiningardeild Landsbankans. ?Tekjuvöxtur bankans verður aðallega vegna vaxtar í þóknanatekjum frá erlendum starfsstöðvum. Sterkt eigið fé bankans er góð undirstaða til frekari ytri vaxtar,? segir greiningardeildin.

Verðmat hennar á bankanum er 1.070 krónur á hlut. Þegar þetta er skrifað er gengi bankans 1.080, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Mælir greiningardeildin með að fjárfestar haldi bréfum sínum í bankanum og markaðsvogi í vel dreifðu eignasafni.

Hún segir að kennitölur Kaupþings styðja við mat sitt verðmat bankans. V/H hlutfall fyrir 2007 er 11.1 og 11.3 fyrir 2008. V/I hlutfall (markaðsvirði/bókfært virði) bankans er 2.4 og 2.2 fyrir árslok 2007.