*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Innlent 30. mars 2016 12:14

Rekstur Nóatúns í sérstakt félag

Aðeins ein Nóatúnsverslun er í rekstri en fjórum verslunum var lokað í fyrra og Krónuverslanir opnaðar í þremur þeirra.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Festi, sem rekur verslanir Krónunnar, Kjarvals og Nóatúns hefur ákveðið að skipta upp rekstri þeirra í tvö félög. Krónan og Kjarval verða áfram reknar í félaginu Kaupási ehf. en Nóatún verður rekið í sérstöku félagi, Nóatúni ehf. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

Í fyrra ákváðu stjórnendur Festi að loka fjórum Nóatúnsbúðum og voru Krónuverslanir opnaðar í þremur þeirra. Aðeins ein Nóatúnsverslun er nú rekin í Austurveri.

„Við höfum aðeins breytt starfsemi þeirrar búðar og gert hana sjálfstæðari þannig að fólkið sem stjórnar henni er á gólfinu,“ er haft eftir Jóni Björnssyni forstjóra Festi í viðtali við Fréttablaðið en hann segir að ekki standi til að gera breytingar á eignarhaldi Nóatúns samhliða stofnun nýs félags.

Stikkorð: Krónan Nóatún Kjarval Kaupás Jón Björnsson Festi
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is