*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Innlent 6. mars 2016 13:32

Rekstur ráðningaskrifstofa batnar

Rekstur ráðningaskrifstofa gekk illa árið 2014 en sýndi batamerki á síðasta ári.

Kári Finnsson
Haraldur Guðjónsson

Í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar sem kom út í síðustu viku kom fram að um 192.500 manns voru á vinnumarkaði í janúar á þessu ári sem jafngildir 81,7% atvinnu- þátttöku. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 79,5% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,8%. Frá janúar 2015 fjölgaði í vinnuaflinu um 7.700 manns.

Slæm staða árið 2014

Ráðningaskrifstofur landsins hafa ekki farið varhluta af auknum umsvifum á vinnumarkaði síðustu misserin en allir við­ mælendur Viðskiptablaðsins sem þekkja vel til í þeim geira merkja aukin umsvif í þeirra rekstri. Ekki eru komnar ársniðurstöður hjá neinum ráðningaskrifstofum fyrir síðasta ár en athygli vekur að rekstrarniðurstaða flestra íslenskra ráðningaskrifstofa árið 2014 var neikvæð.

Stærsta fyrirtækið á því sviði, Capacent, skilaði 4,3 milljóna króna hagnaði á því ári en það sinnir samhliða ráðningastarfsemi fjölbreyttri ráðgjafastarfsemi. HHR ráð­ gjöf skilaði 891 þúsund króna hagnaði á tímabilinu en öll önnur ráðningafyrirtæki sem Viðskiptablaðið tók saman skiluðu tapi á árinu 2014.

Meðal þeirra var Hagvangur sem skilaði tæplega 11 milljóna króna tapi árið 2014. Að sögn Katrínar Óladóttur, framkvæmdastjóra Hagvangs, var árið 2014 erfitt ár en síðasta ár markaði töluverðan viðsnúning í rekstri fyrirtækisins. Hún segir að umhverfið í atvinnulífinu hafi verið óljóst árið 2014 og að fyrirtæki hafi beint augum sínum að kostnaðarlækkunum. „Kjarasamningar voru í vændum og því var óljóst í hvað stefndi á vinnumarkaði á þeim tíma,“ segir hún.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.