Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu, segir fjárhagslegri endurskipulagningu lokið eins og gerst hafi hjá öðru hverju fyrirtæki á Íslandi. „Við endurskipulögðum fyrirtækið og reksturinn er nú orðinn mjög heilbrigður. Við erum með sterka eiginfjárstöðu eða um 40% eiginfjárhlutfall, veltu upp á tæpa þrjá milljarða og skuldum lítið. Við erum í stakk búnir til að mæta vonandi bjartari framtíð en við erum líka tilbúnir að takast á við áframhaldandi kreppuástand. Við ætlum þannig að haga seglum eftir vindi. Það er gríðarlega mikilvægt á þessum tíma að vera búinn að trygga rekstrargrunn fyrirtækisins og geta tekist á við slæma og góða tíma.“

Viðtal við Björn Sigurðsson má lesa í heild í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.