H agnaður trygginga­ félaganna TM, VÍS, Sjóvár og Varðar rúmlega tvöfald­aðist á síðasta ári samanborið við árið áður. Mikill viðsnúningur varð á fjármálastarfsemi þeirra. Hagnaðurinn í fyrra nam samtals 4,9 milljörðum króna en var um 2 milljarðar árið áður. Trygginga­miðstöðin skilaði langmestum hagnaði af félögunum fjórum, eða rúmlega 3,4 milljörðum króna.

Sigurður Freyr Jónatansson, tryggingastærðfræðingur hjá Fjár­málaeftirlitinu, birti í síðasta mánuði grein um afkomu tryggingafélag­anna í Fjármálum, vefriti stofnunar­innar. Þar ber hann saman afkomu þeirra og helstu stærðir, bæði milli félaganna og í samanburði við síð­ustu ár. Hann kemst að þeirri niður­ stöðu að vátryggingamarkaðurinn hérlendis stendur traustum fótum og starfsemin sjálf er farin að skila meiri hagnaði en áður.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.