Uppgjör Haga var að mestu í takti við væntingar IFS greiningar eftir því sem fram kemur í viðbrögðum IFS við uppgjöri Haga fyrir þriðja ársfjórðungsem var birt í gær. Tekjur Haga og framlegð voru þó eilítið hærri en IFS reiknaði með.

Í viðbrögðum IFS er bent á stjórnendur Haga nota alltaf sömu frasana þegar kemur að uppgjörum. „Það er svolítið skondið og skemmtilegt að enn eina ferðina segja stjórnendur Haga bæði að reksturinn á fjórðungnum hafi verið umfram áætlanir og að horfur séu góðar. Þetta er orðinn standardfrasi við uppgjör. Líka að áfram verði unnið að lækkun kostnaðar, betri aðfangakeðju, fækkun óhagkvæmra fermeta, kaupum á fasteignum á góðum stöðum, nýjum staðsetningum og - sem er ánægjulegt áframhaldandi niðurgreiðslu skulda," segir í viðbrögðum IFS.