Fjölveiðiskipið Þórsnes II strandaði þann 27. júní í fyrra við Skoreyjar í Breiðafirði. Skipið var við beitukóngsveiðar og var í eigu útgerðarfélagsins Sægarps ehf. Steindór Sigurgeirsson, einn eigenda félagsins og stjórnarformaður, segir að strandið hafi gert út af við reksturinn sem hafði gengið brösuglega fram að strandinu. Þórsnes II hafði áður strandað í Norðurflóa, innarlega í Breiðafirði, 20. nóvember 2012.

„Strandið setti félagið yfir. Það var mjög sorglegt hvernig fór fyrir þessu,“ segir Steindór. „Okkur þótti þetta spennandi verkefni og vorum búnir að setja töluvert magn af peningum í þetta. Veiðin var síðan léleg og eftir að skipið strandaði þá vildum við ekki halda þessu áfram,“ bætir hann við.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .